Konungssteinar við Geysi

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa,  heimsóttu Geysi í Haukadal til að vígja lagfærða Konungssteinana, en Dansk-íslenska viðskiptaráðið hefur nýverið gengist fyrir lagfæringu á  áletrunum á þeim. 

Fyrirtækin sem studdu myndarlega við ráðið voru FIH Erhvervsbank sem er í eigu Kaupþings, Samskip, Marel og Rexam Holmegaard.

Konungssteinarnir,  sem eru þrír talsins, bera merki konunganna sem höggvið er í þá, ásamt ártölunum 1874, 1907 og 1921, til minningar um heimsóknir þriggja Danakonunga til landsins.

Heimsókn krónprinshjónanna til Íslands, í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff forsetafrúar, hófst mánudaginn 5. maí en lýkur fimmtudaginn 8. maí.

Tengt efni

Bjartsýni í vikulok

Í ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr ...
8. maí 2009

Óvissa um greiðslufallstryggingar

Að undanförnu hafa töluverðir hnökrar verið á milliríkjaviðskiptum vegna ...
30. okt 2008

Óvissa um greiðslufallstryggingar

Að undanförnu hafa töluverðir hnökrar verið á milliríkjaviðskiptum vegna ...
30. okt 2008