Fjölsóttur fundur um íslenskt efnahagslíf

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Dansk-íslenska viðskiptaráðið efndu til fundar á Bryggjunni miðvikudaginn 22. maí þar sem fjallað var um íslenskt efnahagslíf. Fundurinn tókst afar vel; fundarsóknin var góð og fyrirlesarar skiluðu sínu verki með sóma.

Mikið hefur verið fjallað um íslensk efnahagsmál í dönskum blöðum undanfarna mánuði, mun meira en nokkur staðar annars staðar í heiminum reyndar. Fundurinn á miðvikudag var innlegg sendiráðsins og Dansk-íslensk viðskiptaráðsins í þessa umfjöllun.

Jesper Rangvid er prófessor í fjármögnun við Copenhagen Business og hélt hann erindi um efnið: Islands økonomi og den islandske krone: Et tilbageblik og et fremblik.

Erindi Jesper má nálgast hér.

Þorsteinn Þorgeirsson, aðalhagfræðingur fjármálaráðuneytisins talaði um efnið: Horfur í íslensku efnahagslífi - er hörð lending framundan?

Erindi Þorsteins má nálgast hér.

Þeir sem sóttu fundinn voru aðallega einstaklingar frá dönskum fjármálafyrirtækjum auk áhugafólks um Ísland og íslensk efnahagsmál.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Kristín Hjálmtýsdóttir í síma 510-7100

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík ...
20. feb 2023

Í fótspor Leifs Eiríkssonar - landvinningar í viðskiptum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður til morgunverðarfundar þann 9. október ...
9. okt 2012

Fundur í Kaupmannahöfn 21. maí -Islands Ökonomi

Islands økonomi – status og perspektiv. Islands ambassade og Dansk-Islandsk ...
21. maí 2008