Staðan gagnvart Bretlandi

Miklir hnökrar hafa verið á greiðslum milli Íslands og Bretlands síðan bresk yfirvöld tóku ákvörðun um að frysta eignir Landsbankans þar í landi. Í tilkynningu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér í dag segir að unnið sé að lausn þessa máls og að sá hnútur hafi nú verið leystur að mestu. Engu að síður er tekið fram að þó megi búast við því að það taki nokkra daga í viðbót að koma greiðslum milli landanna í lag. Ljóst er því að áfram verða hnökrar á viðskiptum við Bretland um nokkurt skeið.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er búið  að opna fyrir viðskipti milli Royal Bank of Scotland og Seðlabanka Íslands. Unnið er að því að leysa mál gagnvart öðrum breskum bönkum og verður upplýst um það frekar um leið og niðurstöður liggja fyrir.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023