Gjaldeyrismál

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði síðan í gær. Temprun gjaldeyrisútflæðis er áfram í gildi og bankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, geta því enn ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í sérstökum undantekningartilfellum skv. tilmælum Seðlabankans. Sparisjóðabankinn getur aftur á móti afgreitt erlendar greiðslur í flestum myntum, en þó eru sem fyrr hnökrar á greiðslum til og frá Bretlandi.

Í raun er ólíklegt að erlend greiðslumiðlun komist í lag fyrr en búið er að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, t.a.m. með samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Enn sem komið er hafa engar niðurstöður úr samningaviðræðum stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verið kynntar og því allt eins líklegt að staðan á gjaldeyrismarkaði verði áfram óbreytt um nokkurt skeið.

Núverandi ástand er með öllu óviðunandi og ítrekar Viðskiptaráð að stjórnvöld verði að ná samkomulagi við IMF sem allra fyrst. Algert forgangsmál er að utanríkisviðskipti komist aftur í eðlilegt horf eigi skaðinn ekki að verða meiri en þegar hefur orðið.

Tengt efni

Umsögn um valkosti og greiningu á vindorku

Umsögn Viðskiptaráðs um valkosti og greiningu á vindorku - skýrslu starfshóps, ...

Future of the Seafood Industry in Germany and Iceland

How do Germany and Iceland meet the challenges for the seafood industry and what ...
12. feb 2008

Dagskrá viðskiptadags í Milanó 26.maí

09:30– 10:00 Registration, 10:00– 10:20 Opening of the event. Moderator: Guðjón ...
26. maí 2008