Gjaldeyrismál

Nokkrir hnökrar eru enn á viðskiptum með gjaldeyri. Aðgengi að gjaldeyri er enn takmarkað í samræmi við tímabundna temprun Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisútflæði. Viðskiptabankarnir þrír hafa í einhverjum mæli getað sinnt greiðslumiðlun á milli landa um hjáleið í gegnum Seðlabankann en miðlunin er óáreiðanleg og algengt að greiðslur stöðvist í ferlinu. Sparisjóðabankinn hefur getað sinnt greiðslumiðlun án aðstoðar Seðlabankans.

Í dag bárust fréttir af því að viðskipti hefðu verið með íslenskar krónur á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans. Í þeim viðskiptum er gengið sagt hafa verið 240 krónur á evru. Þó þetta gengið sé langt undir skráðu viðmiðunargengi Seðlabankans, sem er 152 krónur á evru, eru þetta engu að síður jákvæð tíðindi. Þetta bendir til þess að vaxtahækkun Seðlabankans sé jafnvel þegar byrjuð að skila tilætluðum árangri, sem er m.a. að auka tiltrú alþjóðlegra aðila á íslensku krónunni.

Að undanförnu hefur borið á því að erlend greiðslutryggingarfélög hafi ekki viljað tryggja greiðslur íslenskra innflytjenda til erlendra birgja. Stjórnvöld vinna nú að því að útskýra stöðu gjaldeyrisviðskipta á Íslandi fyrir tryggingarfélögunum og standa vonir til að það liðki fyrir þjónustu þeirra gagnvart íslenskum aðilum.

Tengt efni

Staðan gagnvart Bretlandi

Miklir hnökrar hafa verið á greiðslum milli Íslands og Bretlands síðan bresk ...
21. okt 2008

Niðurstaða Viðhorfskönnunar Viðskiptaráðs

Í tilefni af Viðskiptaþingi sem halda átti 4. febrúar 2009 kannaði Viðskiptaráð ...
3. feb 2009

Gjaldeyrismál

Gjaldeyrismál
17. okt 2008