Tilkynning frá Seðlabanka um gjaldeyrismál

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Seðlabankanum:

"Vegna hinna sérstöku aðstæðna sem upp komu í rekstri banka nú í október lögðust niður við­skipti á millibankamarkaði með gjaldeyri. Á þeim markaði sinntu stóru við­skipta­bank­arnir þrír hlutverki viðskiptavaka samkvæmt reglum um tíðni tilboða, verðmyndun og fleira.

Í staðinn kom Seðlabankinn upp svonefndum tilboðs­markaði fyrir gjaldeyri, saman­ber tilkynningu á heimasíðu bank­ans 15. október s.l. Á þeim markaði eru fleiri fjár­málafyrirtæki en við fyrri skipan en taka ekki á sig skyldur viðskiptavaka. Niður­stöður um viðskipti og verð eru birtar daglega á heimasíðu Seðlabankans.

Ætla má að unnt sé að auka veltu og styrkja verðmyndun á tilboðsmarkaðnum. Í því skyni eru útflytjendur og aðrir sem eiga gjaldeyri eindregið hvattir til að bjóða hann til sölu á þeim vett­vangi. Þeir geta snúið sér til fjármálafyrirtækja sem eiga viðskipti við Seðla­bankann og falið þeim að koma tilboðum sínum á framfæri.

Verðmyndun utan tilboðsmarkaðar er til þess fallin að seinka heilbrigðum viðskipta­háttum með gjaldeyri og skaða tilraunir til að koma þeim í eðlilegt horf. Auk þess eru utanmarkaðsviðskipti ógagnsæ og áhættusöm."

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Öfugmælavísur gærdagsins

Leiguverð á Íslandi hefur hækkað hlutfallslega minna en húsnæðisverð samanborið ...
10. jún 2022

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020