Frestun frumvarps um RÚV

Menntamálanefnd Alþingis ákvað nú fyrir helgi að fresta afgreiðslu frumvarps um RÚV, sem fól m.a. í sér takmarkanir á heimild stofnunarinnar til sölu auglýsinga. Nefndin taldi nauðsynlegt að tillögur um takmörkun RÚV á auglýsingamarkaði yrðu útfærðar nánar af þeim starfshópi sem starfað hefur á vegum menntamálaráðuneytisins. Að auki lagði nefndin til að hópurinn myndi samhliða þeirri vinnu leggja fram tillögur að reglum um eignarhald á fjölmiðlum.

Að mati Viðskiptaráðs var þessi ákvörðun menntamálanefndar afar misráðin. Það liggur fyrir, m.a. í áliti Samkeppniseftirlitsins, að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði hefur haft skaðleg áhrif á einkarekna fjölmiðla. Hvað það varðar skiptir litlu hvort reglur um eignarhald á fjölmiðlum hafi verið settar og er því um tvö óskyld mál að ræða. Viðskiptaráð hvetur Alþingi til að leiða í lög, strax eftir áramót, frumvarp sem tekur alfarið fyrir heimildir RÚV til að afla sér tekna með sölu augýsinga, vöruinnskotunum og kostunum.

Nefndarálit menntamálanefndar má nálgast hér. Álit Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér. Umsög Viðskiptaráðs um frumvarpið má nálgast hér.

Tengt efni

Aukin kostnaðarvitund almennings um tekjuöflun RÚV

Aukið gagnsæi þessarar skattheimtu eykur ekki aðeins kostnaðarvitund almennings ...
26. mar 2021

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021

Ráðast þarf á rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði

Það er ekki aðeins á auglýsingamarkaði sem samkeppnisstaða RÚV hefur áhrif
5. feb 2021