Minnum á viðhorfskönnun vegna Viðskiptaþings

Fyrir skemmstu var viðhorfskönnun send á öll aðildarfélög ráðsins. Könnunin er liður í undirbúningi Viðskiptaþings sem haldið verður þann 4. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn hagkerfisins og verða niðurstöður hennar kynntar á þinginu.

Þar sem efni þingsins er eitt stærsta hagsmunamál íslensks viðskiptalífs til næstu ára er mikilvægt að fá góða svörun við könnuninni. Til að niðurstöður hennar endurspegli jafnframt sem allra best afstöðu aðildarfélaga er hátt svarhlutfall einnig mikilvægt. Aðildarfélög eru því hvött til að svara könnuninni, en spurningarnar eru aðeins 15 og því ætti ekki að taka nema nokkrar mínútur að svara þeim. Ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Viðskiptaráð þakkar þeim þátttökuna sem þegar hafa svarað könnuninni.

Tengil á könnunina finna aðildarfélagar í ítrekunarpósti sem sendur var fyrr í dag.

Tengt efni

Breytt fiskveiðistjórnun - fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?

Fyrir skemmstu samþykkti Alþingi frumvarp sem fól í sér breytingar á núverandi ...
23. jún 2011

Látum góða stjórnarhætti skipta máli

Þegar stjórnarhætti fyrirtækja og leiðbeiningar á því sviði ber á góma vakna ...
1. apr 2011

Viðskiptaþing 2011: Tækifæri til að gera betur

Í viðhorfskönnun sem Viðskiptaráð lét vinna í aðdraganda Viðskiptaþings kom m.a. ...
15. feb 2011