Glæsileg útskrift frá Háskólanum í Reykjavík

Laugardaginn 17. janúar fór fram hátíðleg brautskráning 193 nemenda frá Háskólanum í Reykjavík, úr viðskiptadeild, tækni- og verkfræðideild, lagadeild og tölvunarfræðideild. Athygli vekur að ríflega helmingur útskriftarnema er þegar kominn með vinnu en stór hluti heldur áfram til frekara náms.  Að venju veitti Viðskiptaráð Íslands viðurkenningar fyrir námsárangur í öllum deildum.

Mikil áhugi er á námsdvöl við Háskólann í Reykjavík.  Af 600 sem sóttu um hefja 370 nýir nemendur nám við skólann á vorönn. Í erfiðu efnahagsástandi er brýnt að hlúa að menntun á Íslandi og það er ánægjulegt að sjá hvernig Háskólinn í Reykjavík rækir það hlutverk sitt. 

Viðskiptaráð hefur frá fyrsta starfsári lagt sérstakan metnað við uppbyggingu menntunar á Íslandi og er nú bakhjarl þriggja skóla, en þeir eru, auk Háskólans í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands og The International Academy of Iceland.  Til þess síðastnefnda var stofnað síðastliðið haust til að tryggja að enskumælandi börn á aldrinum 12-15 ára gætu stundað grunnskólanám á Íslandi.  Skólinn er til húsa í Garðaskóla í Garðabæ, þar sem þeim hefur verið tekið opnum örmum af skólastjórnendum og bæjarfélagi. 

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Viltu tilnefna sjálfbærniskýrslu ársins?

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi veita viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins
12. apr 2023