Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn hefur birt verkefnalista næstu vikna og mánaða. Atriðin sem lögð er áhersla á lúta einkum að atvinnulífinu, fjármálakerfinu, heimilunum í landinu og stjórnsýslunni. Flest þeirra verkefna sem lagt er upp með að ráðast í ættu að efla stöðu fyrirtækja og heimila á þessum viðsjárverðu tímum. Það er þó mikilvægt til að tryggja skilvirka og hraða afgreiðslu á þeim verkefnum sem mest knýr á að hrinda í framkvæmd að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar taki mið af þeim skamma tíma sem er til kosninga. Þannig ætti áherslan að vera á óumdeild, hagnýt úrlausnarefni sem miða að því að greiða úr erfiðri stöðu efnahagsmála fremur en pólitískum og umdeildum framtíðarmálefnum. Þar sem stutt er í kosningar er þó eðlilegt að hver og einn flokkur móti skýra framtíðarsýn í slíkum málum og kynni þá sýn á komandi mánuðum. Þrátt fyrir að skammt sé til kosninga er ljóst að við nýrri stjórn blasir mikið verk og því enn mikilvægara en ella að hún hefjist þegar handa.

Viðskiptaráð mun á næstu dögum og vikum fjalla ítarlega um einstök atriði verkefnalistans og koma með hagnýtar tillögur að því hvernig megi hrinda þeim í framkvæmd með skjótum og skilvirkum hætti. Eins mun ráðið bæta við tillögum og úrbótum sem geta nýst í því verkefni sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir á næstu 80 dögum. Með þessu vill Viðskiptaráð leggja sitt af mörkum til þess að leggja traustan grunn að varanlegri endurreisn íslenska hagkerfisins.

Verkefnalistinn á síðu Samfylkingar.

Verkefnalistinn á síðu VG.

Tengt efni

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020

Til mikils að vinna í einföldun regluverks

Viðskiptaráð Íslands fagnar nýju samkeppnismati OECD og hvetur til þess að unnið ...
11. nóv 2020

Lagahreinsun til bóta

Lagahreinsun af þessum toga er einföld aðgerð í þeim skilningi að hún hefur ...
7. jan 2021