Stuðningur í verki?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á tekjuskattslögum (366. þingmál), en frumvarp þetta kveður einkum á um að vaxtagreiðslur úr landi verði skattlagðar og að settar verði svokallaðar CFC reglur (Controled Foreign Corporation).

Viðskiptaráð hefur gert alvarlegar athugsemdir við frumvarpið eins og umsögn ráðsins ber með sér, þá einkum við væntanlega skattlagningu vaxtagreiðslna úr landi. Er það mat ráðsins að frumvarpið, verði það samþykkt, muni leiða til þess að aðgengi innlendra fyrirtækja og einstaklinga að fjármagni á alþjóðlegum mörkuðum versni og að það takmarkaða fjármagn sem stendur nú til boða verði dýrara. Í einhverjum tilvikum getur frumvarpið jafnvel haft þau áhrif að hækka vaxtakjör á þegar gerðum lánasamningum.

Um áhrif skattlagningar vaxtagreiðslna milli ríkja er m.a. fjallað í tvísköttunarsamningsfyrirmynd OECD (Model Tax Convention on Income and Capital, bls. 165-166) og rennur sú umfjöllun stoðum undir ályktanir ráðsins. Evrópusambandið hefur að auki látið að sér kveða í þessum málum og hefur sambandið lagt til að skattlagning sem þessi verði lögð af innan sambandsins, sbr. vaxta- og þóknanatilskipun ESB nr. 2003/49/EC.

Viðskiptaráð telur því að frumvarpið muni koma til með að hafa verulega skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, sem er þegar afleit sökum efnahagsástandsins. Íslenskt atvinnulíf þarf nú, sem aldrei fyrr, á virku aðgengi að erlendu lánsfjármagni á viðunandi kjörum að halda og mun það skipta sköpum fyrir endurreisn þess. Því skýtur þetta frumvarp skökku við miðað við áherslur ríkisstjórnarinnar á endurreisn íslensks atvinnulífs.

Af þessum sökum lagði ráðið til að fallið væri frá samþykki frumvarpsins og að ráðuneytið myndi taka það aftur til gagngerra endurbóta. Því miður sá efnahags- og skattanefnd Alþingis sér ekki fært að taka athugsemdir Viðskiptaráðs til nánari skoðunar eins og nefndarálit hennar ber með sér, en það má nálgast hér. .

Umsögn Viðskiptaráðs má nálgast hér.

Tengt efni

Nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi kauprétta

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (mál nr. 432)
6. des 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022