Bjartsýnishornið

Í ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur. Viðskiptaráð mun því endrum og eins draga saman það helsta sem telst til jákvæðra frétta, stórra sem smárra, innlendra sem erlendra. Hér er eingöngu um stutta samantekt að ræða, sem eingöngu hefur þann tilgang að minna á að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hérlendis og erlendis er margt á réttri leið og því má ekki gleyma. Það er von Viðskiptaráðs að áður en um of langt líður horfi til betri vegar og samantekt af þessu tagi verði óþörf.

  • Yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskað eftir ráðleggingum Íslands við endurskoðun sjávarútvegsstefnu sambandsins.
  • Hlutabréf hafa haldið áfram að hækka í vikunni en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um ríflega 2,5% í vikunni. Hlutabréf hafa nú hækkað um hátt í 10% síðasta mánuðinn.
  • 2,5 milljarða dollara lán er væntanlegt frá Svíum, Dönum og Norðmönnum innan skamms til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans, að sögn fjármálaráðherra.
  • Viðhorf útlendinga til Íslands er ennþá gott, samkvæmt nýrri rannsókn Útflutningsráðs Íslands. Viðhorf til Íslands sem áfangastaðar er óbreytt frá því sem var 2007.
  • Innlendir bankar hafa lækkað vexti í vikunni í takt við stýrivaxtabreytingar Seðlabankans.
  • Það stefnir í mikla aukningu í komu skemmtiferðaskipa í sumar, en nú þegar hafa 80 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Reykjavíkur í sumar.
  • Þess er vænst að verðbólga verði nálægt 2,5% markmiðinu snemma á næsta ári skv. spá Seðlabankans.
  • Ísland hreppti annað sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardag síðasta. Til hamingju!

Góða helgi.

Tengt efni

Ítalska framsóknarleiðin

„Mælistika sem leggja þarf á skatta er hvort þeir séu góð hugmynd til langs ...
29. ágú 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022