Bankaábyrgðir

Viðskiptaráð Íslands vinnur nú að því að greiða úr þeim vanda sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi bankaábyrgðir hjá íslenskum bönkum. Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar taki slíkar ábyrgðir ekki gildar og ljóst að þetta kann að skapa umtalsverð vandræði í rekstri innlendra fyrirtækja sem stunda milliríkjaviðskipti af einhverju tagi.

Viðskiptaráð kallar því eftir upplýsingum er varða þessi atriði frá félögum sínum. Allar upplýsingar um þetta vandamál og mögulegar úrlausnir eru vel þegnar og biðjum við félaga okkar um að koma þeim til okkar með því að senda póst á dsd@vi.is eða vi@vi.is. Í framhaldinu mun Viðskiptaráð síðan vinna markvisst að úrlausn vandans á grundvelli þeirra upplýsinga og ábendinga sem berast frá félögum.

Tengt efni

Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands ...
8. des 2022

Útsending frá morgunfundi um milliríkjaviðskipti

Í dag standa Alþjóðaviðskiptaráðin fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Hvert ...
8. des 2021