LÍN: gott fordæmi frekari aðgerða

Fyrr í vikunni samþykkti ríkisstjórnin tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um breytingar á fyrirkomulagi í námslána- og atvinnuleysistryggingakerfinu. Breytingarnar á námslánakerfinu felast m.a. í hækkun á grunnframfærslu og breytingum á tekjuskerðingarhlutfalli og frítekjumarki. Samhliða þessum aðgerðum hafa skorður námsmanna gagnvart atvinnuleysisbótum verið þrengdar, m.a. með minni möguleikum á námssókn samhliða töku atvinnuleysisbóta, afnámi réttinda námsmanna til töku atvinnuleysisbóta í sumarleyfi og hertu eftirliti.

Viðskiptaráð fagnar aðgerðum sem þessum þar sem skapandi umbætur leiða til aukins hvata og bættrar aðstöðu til námssóknar, án verulegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Á tímum þar sem mikið atvinnuleysi ríkir er mikilvægt að hlúa vel að menntun til að ekki dragi úr samkeppnishæfni innlends mannauðs. Auk þess er líklegt að slíkar aðgerðir dragi úr mögulegum landflótta, en neikvæð þróun í þeim efnum getur haft afar slæmar langtímaafleiðingar. Einnig er mikilvægt að ekki myndist skarð á milli þeirra kjara sem námsmenn búa við og þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur. Um leið er ljóst að verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum og því ekki mikið svigrúm til aukinnar þjónustu í menntamálum án þess að fórnir eða hagræðing eigi sér stað í öðrum málaflokkum.

Á komandi árum verður ekki komist hjá víðtækri uppstokkun innan velferðarkerfisins. Þá ríður á að beitt sé skapandi lausnum með heildræna langtímahagsmuni í huga. Sú stefnumörkun sem ofangreindar aðgerðir endurspegla er í takt við slíka aðferðarfræði og því vonandi vísir að því sem koma skal á fleiri sviðum.

Tengt efni

Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Greinar

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020
Fréttir

LÍN: gott fordæmi frekari aðgerða

Fyrr í vikunni samþykkti ríkisstjórnin tillögu félags- og tryggingamálaráðherra ...
11. sep 2009