Vaxtaákvörðun: Að eltast við endann á regnboganum

Þó svo ákvörðun SÍ valdi verulegum vonbrigðum, þá kemur hún ekki sérlega á óvart. Illa hefur gengið að afgreiða mikilvæg mál sem eru forsenda endureisnar og eflingar trúverðugleika íslenska hagkerfisins og um leið styrkingar krónunnar. Má þar helst nefna Icesave, sem enn er óvissa um með tilheyrandi frestun á afgreiðslu frá AGS og lánveitingum frá Norðurlöndunum og öðrum. Frágangur efnahagsreikninga bankanna hefur dregist óhóflega og enn er óvíst með eignarhald á þeim. Þetta hefur leitt til þess að krónan helst veik, þrátt fyrir inngrip SÍ og mikinn afgang af vöruskiptum. Verðbólga hjaðnar því hægar og erfitt fyrir peningastefnunefnd að mæla með lækkun vaxta miðað við þær forsendur sem hún byggir á.

Spjótin beinast því enn að stjórnvöldum að afgreiða þessi stóru útistandandi mál. Þangað til má líkja ástandinu við að eltast við endann á regnboganum því væntingar um vaxtalækkunarferli hliðrast ávallt inn í framtíðina þegar kemur að vaxtaákvörðun. Stærsti einstaki liðurinn í því að taka á skuldavanda fyrirtækja og heimila, sem mikið er rætt um nú, eru aðgerðir sem leiða til lækkunar vaxta og styrkingar á gengi.  Þolinmæði og þol fyrirtækja eru að verða að engu og sáttmáli um stöðuleika á vinnumarkaði í hættu.

Ár er liðið frá hruni bankanna og því löngu tímabært að áðurnefnd vandamál verði leyst. Um leið og meiri vissa og stöðugleiki færist yfir hlýtur peningastefnunefnd að mæla því með hraðri lækkun stýrivaxta enda ekkert sem knýr verðbólgu annað en veiking krónunnar og skattahækkanir stjórnvalda.

Tengt efni

Umsagnir

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020
Umsagnir

Forgangsraða þarf aðgerðum í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreinaþær aðgerðir sem ráðast á í svo hægt ...
5. okt 2020
Greinar

Á eftir einum höfrungi kemur annar

Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að ...
30. jan 2020