Greiðslufallstryggingarfélög & mikilvægi upplýsingaskila

Eins og kunnugt er þá hefur samstarfshópur á vegum Viðskiptaráðs, CreditInfo, fjármálastofnana og ráðuneyta unnið að því að koma á eðlilegri fyrirgreiðslu alþjóðlegra greiðslutryggingarfélaga gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Tilgangur vinnunnar er sem fyrr að upplýsa forsvarsmenn félaganna um stöðu íslenskra fyrirtækja og efnahagsmála með það að markmiði að ábyrgðir verði veittar á greiðslur frá íslenskum fyrirtækjum.

Eins og kom fram í frétt ráðsins frá í sumar hefur þessi vinna skilað nokkrum árangri, en félagið Coface ákvað að opna fyrir greiðslufallstryggingar til íslenskra félaga. Hinsvegar hafa stærstu tryggingarfélögin, Atradius og Euler Hermes, enn ekki opnað aftur á tryggingar gagnvart Íslandi og því en nokkurt verk að vinna. Nánari verður gerð grein fyrir framgangi málsins á næstu vikum.

Eins og Viðskiptaráð hefur áður bent á er frumforsenda þess að tryggingarfélög gangist í ábyrgð fyrir greiðslur frá íslenskum fyrirtækjum sú að fyrir liggi upplýsingar um rekstur þeirra. Þetta verður best gert með tímanlegum skilum ársreikninga til ársreikningaskrár. Réttum tveimur mánuðum eftir eindaga skila á ársreikningum hafa 48% íslenskra fyrirtækja skilað inn ársreikningi fyrir árið 2008. Þó hér sé um all nokkra framför að ræða frá því fyrir ári síðan, er ljóst að betur má ef duga skal og hvetur Viðskiptaráð Íslensk fyrirtæki til að virða eindaga skila eftir kostum. Slík upplýsingaskil eru forsenda þess að erlend greiðslutryggingarfélög fáist aftur til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja. Upplýsingar sendist á reports@creditinfo.com.

Tengt efni

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022

Ómálefnaleg mismunun og dregið úr fjölbreytni

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til áfengislaga (mál nr. 596)
9. jún 2022

Fyrirtækin hluti af lausninni – ekki vandanum

Loftslagsvitund og skilningur á kolefnismörkun fyrirtækisins þarf að vera ein af ...
7. feb 2020