Morgunverðarfundur: Dugnaðarleysi og ákvörðunarfælni leiðir til stöðnunar

Endurskipulagning eignarhalds fyrirtækja var umfjöllunarefni Finns Sveinbjörnssonar, forstjóra Arion banka, á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gærmorgun. Fundurinn var haldinn til að ræða áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja og leiðir til lausnar í þeim efnum.

Í erindi Finns kom fram að bæði eignaumsýslufélög bankanna og bankanir sjálfir hafa hámörkun verðmæta að leiðarljósi í starfi sínu, sem væri m.a. í samræmi við yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra í tengslum við fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hvað endurskipulagningu eignarhalds varðar sagði Finnur að bankar væru ekki dómstólar og ættu því ekki að meta endurskipulagningarferlið út frá persónum, heldur út frá áðurnefndu markmiði um hámörkun verðmæta eigna. Þá væri það jafnframt hluta af verklagsreglum bankans að ræða við eigendur og stjórnendur um mögulegar lausnir, en að tillögur þeirra þyrftu í öllu falli að vera raunhæfar. Auk þess væri viðhaft virkt samstarf við aðra kröfuhafa viðkomandi fyrirtækis til að koma í veg fyrir að lífvænleg félög yrðu gjaldþrota vegna deila þeirra á milli.

Aðalatriðið að mati Finns væri að allir áttuðu sig á því að ef dugnaðarleysi og ákvörðunarfælni færðist yfir þá myndu þjóðfélagið staðna og kreppan lengjast.

Glærur Finns má nálgast hér.

Tengt efni

Fréttir

Gagnleg umræða um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja

Í morgun hélt Viðskiptaráð Íslands fjölsóttan morgunverðarfund á Grand Hótel til ...
26. nóv 2009
Fréttir

Ný löggjöf um persónuvernd: Vel heppnuð vinnustofa

Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos í gærmorgun, veittu Hjördís Halldórsdóttir ...
15. des 2017
Fréttir

Morgunverðarfundur: Allar forsendur til staðar til að endurreisa traust á bönkum

Í gærmorgun hélt Viðskiptaráð Íslands morgunverðarfund undir yfirskriftinni
27. nóv 2009