Seðlabanki Íslands lækkar vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti lækkun vaxta nú á fimmtudag. Í ljósi sérstakra aðstæðna í peningakerfi landsins einskorðast aðhaldsstigið ekki við stýrivextina líkt og almennt er, heldur er ástæða til að horfa til fleiri þátta. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5% og eru nú 8,5%, hámarksvextir í útboðum innstæðubréfa lækka um 0,5% og eru nú 9,75%, daglánavextir lækkuðu um 1,5% og eru nú 11,5% og að lokum lækkuðu stýrivextir um 1% og eru nú 10%.

Það er því ljóst að um nokkra lækkun er að ræða og í raun umfram væntingar markaðarins. Næstu vaxtaákvörðunar bankans er að vænta í janúar og má skilja orð peningastefnunefndar á þann hátt að ef gengi krónunnar helst stöðugt eða styrktist og verðbólga hjaðnar í samræmi við spá bankans, megi búast við frekari lækkun vaxta.

Viðskiptaráð fagnar lækkun vaxta og leggur á það áherslu að stigin verði enn greiðari spor í átt til lægri vaxta. Um leið er ástæða til að brýna fyrir stjórnvöldum að huga að verðlagsáhrifum skattahækkana, enda er ljóst að hækkun neysluskatta og gjaldskrár hins opinbera eru til þess fallin að ýta undir verðbólgu.

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Fermingaráhrifin

Svanhildur Hólm fer yfir fermingaráhrif í efnahagslegu samhengi.
12. apr 2024