Efling á starfsemi Viðskiptaráðs

Í ljósi þess að atvinnulíf þarf nú, frekar en nokkru sinni áður, á öflugum málsvara að halda hefur stjórn Viðskiptaráð ákveðið að efla starfsemi ráðsins með ráðningu þriggja nýrra starfsmanna. Þeir hófu störf um miðjan desembermánuð og munu vafalítið reynast gagnleg viðbót við þann hóp sem þegar starfar hjá ráðinu.

Í starf hagfræðings Viðskiptaráðs var ráðinn Björn Þór Arnarson. Hann er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá Boston University. Ragnar Þorvarðarson mun starfa að upplýsinga- og útgáfumálum. Hann er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Þórdís Bjarnadóttir mun starfa sem lögfræðingur hjá ráðinu. Hún útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Það er von ráðsins að með þessum ráðningum verði hægt að efla enn frekar þjónustu gagnvart félögum og hagsmunabaráttu ráðsins.

Tengt efni

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Katrín Jakobsdóttir á föstudagsfundi Viðskiptaráðs

Félagar Viðskiptaráðs fá reglulega uppfærslu á efnahagsstöðunni á tímum COVID-19 ...
21. apr 2020