Efling á starfsemi Viðskiptaráðs

Í ljósi þess að atvinnulíf þarf nú, frekar en nokkru sinni áður, á öflugum málsvara að halda hefur stjórn Viðskiptaráð ákveðið að efla starfsemi ráðsins með ráðningu þriggja nýrra starfsmanna. Þeir hófu störf um miðjan desembermánuð og munu vafalítið reynast gagnleg viðbót við þann hóp sem þegar starfar hjá ráðinu.

Í starf hagfræðings Viðskiptaráðs var ráðinn Björn Þór Arnarson. Hann er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf frá Boston University. Ragnar Þorvarðarson mun starfa að upplýsinga- og útgáfumálum. Hann er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Þórdís Bjarnadóttir mun starfa sem lögfræðingur hjá ráðinu. Hún útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Það er von ráðsins að með þessum ráðningum verði hægt að efla enn frekar þjónustu gagnvart félögum og hagsmunabaráttu ráðsins.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf ...
6. mar 2024

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023