Hagsmunir heildarinnar ráði för

Það má sjá bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á þeirri þróun sem hefur átt sér stað frá hruni bankanna. Meðal þeirra neikvæðu er sundurlyndi, hnútukast og skotgrafahernaður sem hefur einkennt umræðuna frá októbermánuði 2008. Verðmætum tíma hefur verið sóað í pólitískt þras og sjálfhverfa umræðu, en fæstum virðist vera leyfilegt að koma með tillögur til úrbóta án þess að hugmyndirnar séu rægðar á miður málefnalegan hátt.

Aukinn sáttatónn grundvallaþáttur í uppbyggingu
Með þessu móti er hætt við því að Íslendingar verði fangar fortíðar sinnar, en Ísland má illa við því að fækka enn frekar í þeim hópi sem getur lagt lóð sín á vogaskálar uppbyggingar. Aukinn sáttatónn er grundvallaþáttur í efnahags og samfélagslegri uppbyggingu landsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greininni „Góð ráð dýr“ eftir Finn Oddsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Að lokum minnir hann á að Viðskiptaráð Íslands mun halda áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar með lausnadrifinni umræðu um framtíð íslensks atvinnulífs, því nú séu góð ráð dýr og nauðsynlegt að enginn láti sitt eftir liggja í endurreisn hagkerfisins.

Grein Finns „Góð ráð dýr“ má nálgast í heild sinni hér.

Tengt efni

Greinar

Góð ráð dýr

Þegar horft er til þess tíma sem liðinn er frá hruni bankanna má sjá bæði ...
18. jan 2010
Fréttir

Viðskiptaþing 2011: Nýtum reynsluna

Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer nú á Hilton Reykjavík Nordica, ...
16. feb 2011
Umsagnir

Gerð þjóðhagsáætlana grundvöllur bættra lífskjara

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis ...
6. maí 2016