Félögum Viðskiptaráðs fjölgar

Enn bætist í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem eru félagar í Viðskiptaráði Íslands. Ráðið hefur frá stofnun þess árið 1917 barist fyrir hagfelldu rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs og er því ljóst að nú, 93 árum síðar, sjá fyrirtæki sér enn hag í hagsmunagæslu ráðsins. Viðskiptaráð berst fyrir hagsmunum aðildarfélaga, jafnt beinum sem óbeinum og starfar sem málsvari viðskiptalífsins gagnvart stjórnvöldum.

Nýir félagar síðustu mánaða eru: Expectus ehf, Já Upplýsingaveitur ehf, Kreditlausnir ehf, Laugar ehf, Míla ehf, Profilm ehf, Sena ehf, og Skipti hf.

Viðskiptaráð Íslands býður þessi fyrirtæki velkomin í hópinn. Við hvetjum fyrirtæki til að kynna sér helstu kosti aðildar í bæklingnum Aðild að Viðskiptaráði Íslands sem má nálgast hér.

Tengt efni

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira ...
2. okt 2023

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022