Dr. Richard Vietor á Viðskiptaþingi 2010

Ný styttist í hið árlega Viðskiptaþing Viðskiptaráðs en það fer fram 17. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni er yfirskrift þingsins Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? en meginefni þess varðar rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs ásamt sjálfbærni ríkisfjármála.

Aðalræðumaður þingsins í ár verður Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School og mun hann í erindi sínum fjalla um uppbyggingu efnahagsáætlana sem miða að samkeppnishæfni þjóða. Dr. Vietor kennir alþjóða stjórnmála- og hagfræði, en hann skrifaði bókina How Countries Compete: Strategy, Structure and Government in the Global Economy og hefur einnig stundað viðamiklar rannsóknir og ráðgjöf á sviði stefnumótunar stjórnvalda og viðskiptalífs. Erindið mun gefa innsýn í rannsóknir hans og ætti að geta veitt gestum þingsins góða mynd af því hvernig stuðla megi að bættri samkeppnishæfni Íslands í alþjóðasamfélaginu.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um Dr. Vietor og hér má nálgast upplýsingar um fyrrnefnda bók hans.

Skráning á Viðskiptaþing 2010

Tengt efni

Umsögn um drög að frumvarpi um loftslags- og orkusjóð

Viðskiptaráð skilaði á dögunum inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um ...
21. mar 2024

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022