Hópstefnumót atvinnulífs

Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu mun koma saman á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. febrúar næstkomandi, en þá fer fram fundurinn Virkjum karla og konur - fjölbreytni í forystu.

Forsaga fundarins er sú að í maí 2009 skrifuðu Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök Atvinnulífsins undir samstarfssamning til að hvetja til og leggja áherslu á að konum í forystusveit íslensks atvinnulífs verði fjölgað. Markmið samningsins er að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013, en Creditinfo hefur séð um mælingar á verkefninu. Með þessu er viðskiptalífið að taka sjálft ábyrgð og forystu í þessu brýna hagsmunamáli.

Nú blása fyrrnefndir aðilar, í samstarfi við Leiðtoga-Auði, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu ásamt iðnaðarráðuneytinu, til áðurnefnds fundar. Þar verður m.a. greint frá því hvaða leiðir viðskiptalífið hyggst fara til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja auk þess sem nýjar tölur Creditinfo um kynjahlutföll í atvinnulífinu verða birtar. Konur og karlar sem koma saman til fundarins greiða aðeins eitt þátttökugjald en til þessa hafa fundir sem fjalla um karla og konur í forystusveit atvinnulífsins einkum verið sóttir af konum.

Fundurinn stendur frá kl. 8:15-10:00 en skráning og léttur morgunverður verður í boði frá kl. 8:00. Viðskiptaráð hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að skrá sig strax í dag. Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast hér, á vef SA.

Tengt efni

Röng leið að réttu markmiði

Viðskiptaráð bendir á að samkvæmt frumvarpinu virðist sem ætlunin sé að nýta ...
8. okt 2020

Aukin fjölbreytni í forystu íslensks atvinnulífs

Í gær var haldinn fundur undir yfirskriftinni Virkjum karla og konur - ...
11. feb 2010

Virkjum karla og konur

Fundurinn „Virkjum karla og konur - fjölbreytni í forystu“ verður haldinn á ...
10. feb 2010