Fjármál ríkisins og leiðir út úr kreppunni

Mikið hefur verið fjallað um fjármál ríkisins á undanförnum vikum og mánuðum. Í máli Frosta Ólafssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á morgunverðarfundi um stöðu og horfur ríkisfjármála í síðustu viku kom fram að til þess að efnahagsáætlun AGS gengi upp væri einkar mikilvægt að ná tökum á fjármálum ríkissjóðs . Þar benti hann á að skattkerfið hér á landi væri ekki rót þess vanda sem nú er við etja, enda hafi það verið einfalt, hagkvæmt og til þess fallið að jafna hagsveiflur. Vandann megi þvert á móti einkum rekja til ósjálfbærrar útgjaldaþróunar í ríkisfjármálum.

Hagræðing í ríkisrekstri
Viðskiptaráð leggur áherslu á það að ríkisfjármálin eru lykilatriði í efnahagslegri endurreisn landsins, en með viðsnúningi í ríkisfjármálum má efla lánshæfismat ríkissjóðs og annarra stofnana hagkerfisins á nýjan leik. Þetta kom Finnur Oddsson framkvæmdastjóri ráðsins inn á í erindi sínu á fundinum Sóknaráætlun fyrir Ísland í síðustu viku sem haldinn var af stýrihópnum 20/20. Í máli hans kom einnig fram að ábyrg stefna í ríkisfjármálum efli trúverðugleika íslensku krónunnar og stuðli jafnframt að styrkingu hennar. Mikilvægt er að ekki verði ráðist í frekari skattahækkanir heldur verði aðlögun náð fram með hagræðingu í ríkisrekstri. Finnur minnti að lokum á það að leggja verður ríkari áhersla á samstöðu og samstarf um aðgerðir sem stuðla að hagvexti og þ.a.l. bættum lífskjörum.

Fleiri tillögur Viðskiptaráðs má sjá í skýrslunni Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar, sem má nálgast hér. Glærur frá erindi Frosta má nálgast hér og frá erindi Finns hér.

Tengt efni

Fréttir

Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra ...
12. ágú 2010
Fréttir

Pedro Videla með erindi á Viðskiptaþingi 2009

Dr. Pedro Videlo, prófessor í hagfræði við IESE Business School í Barcelona, sem ...
10. mar 2009
Viðburðir

Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Á fundinum mun seðlabankastjóri fjalla um efnahagshorfur, en nýtt mat ...
4. nóv 2011