Viðskiptaþing 2010: Innsýn í ástand og áskoranir

Nú fer að líða að Viðskiptaþingi 2010 en það fer fram 17. febrúar næstkomandi. Á meðal dagskrárliða verða pallborðsumræður með fulltrúum íslensks atvinnulífs um málefni þingsins. Þátttakendurnir koma víða að og má því vænta þess að þeir gefi góða innsýn í ástand og áskoranir atvinnulífsins í dag.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á framtíð íslensks atvinnulífs til að taka þátt í þinginu, en það hefur unnið sér sess sem einn af stærstu viðburðum þess á ári hverju. Skráningargjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn Viðskiptaráðs, en ef fleiri en tveir skrá sig frá sama aðildarfyrirtæki er skráningargjald kr. 10.000 á mann. Skráningargjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 15.000.

Nánari upplýsingar um Viðskiptaþing 2010 má nálgast hér.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: ...
15. nóv 2019

Viðskiptaþing 2010

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing ...
17. feb 2010