Viðskiptaþing 2010: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing Viðskiptaráðs haldið á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? - Rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni. Meginefni þingsins varðar  rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs ásamt sjálfbærni ríkisfjármála. Nú þegar hafa ríflega 250 þátttakendur skráð sig á þingið, en gert er ráð fyrir húsfylli og hvetjum við því áhugasama til að skrá sig sem fyrst.

Skráning fer fram hér.

Hér gefur að líta dagskrá þingsins:

13:00 - Skráning
13:15 - Fundarstjóri setur þingið
           Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
13:20 - Samkeppnishæfni þjóða - How Countries Compete
           Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School
14:15 - Kaffihlé
14:40 - Ræða formanns Viðskiptaráðs
           Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðarál
15:00 - Ræða forsætisráðherra
           Jóhanna Sigurðardóttir
15:20 - Afhending námsstyrkja Viðskiptaráðs 2010
           Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
15:30 - Viðbrögð atvinnulífsins
           Pallborðsumræður
16:15 - Móttaka í boði Viðskiptaráðs Íslands 

Fulltrúar íslensks atvinnulífs munu taka þátt í pallborðsumræðum um málefni þingsins undir stjórn Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda. Þátttakendurnir koma víða að og má því vænta þess að þeir gefi góða innsýn í ástand og áskoranir íslensks atvinnulífs í dag

Þátttakendur í pallborðsumræðum eru:
Ari Kristinn Jónsson – Rektor HR
Hermann Guðmundsson – Forstjóri N1
Rakel Sveinsdóttir – Framkvæmdastjóri CreditInfo
Svava Johansen – Forstjóri NTC
Þorsteinn Pálsson

Aðalræðumaður þingsins í ár er Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School og mun hann í erindi sínum fjalla um uppbyggingu efnahagsáætlana sem miða að samkeppnishæfni þjóða. Dr. Vietor kennir alþjóða stjórnmála- og hagfræði, en hann skrifaði bókina How Countries Compete: Strategy, Structure and Government in the Global Economy og hefur einnig stundað viðamiklar rannsóknir og ráðgjöf á sviði stefnumótunar stjórnvalda og viðskiptalífs. Hér má nálgast nánari upplýsingar um Dr. Vietor og hér má nálgast upplýsingar um fyrrnefnda bók.

Samhliða þinginu verður gefin út skýrsla um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í henni er m.a. fjallað um könnun sem Viðskiptaráð lét framkvæma um rekstrarumhverfið á Íslandi og þau helstu mál sem brenna á fyrirtækjum í dag.

Skráningargjald er kr. 12.000 fyrir félagsmenn Viðskiptaráðs, en ef fleiri en tveir skrá sig frá sama aðildarfyrirtæki er skráningargjald kr. 10.000 á mann. Skráningargjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 15.000.

Tengt efni

Fréttir

Viðskiptaþing 2010: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing ...
8. feb 2010
Fréttir

Viðskiptaþing 2010: Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing ...
27. jan 2010
Viðburðir

Viðskiptaþing 2010

Miðvikudaginn 17. febrúar næstkomandi verður hið árlega Viðskiptaþing ...
17. feb 2010