Viðskiptaþing 2010: Á fjórða hundrað manns skráðir

Á fjórða hundrað manns eru nú þegar skráðir á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem haldið verður á morgun á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf“. Skráningu á þingið lýkur í dag kl. 18:00.

Eins og komið hefur fram þá verða erindi flutt af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Tómasi Má Sigurðssyni formanni Viðskiptaráðs og Dr. Richard Vietor prófessor við Harvard Business School. Með erindi sínu mun Vietor veita gestum þingsins góða mynd af leiðum til endurskipulagningar efnahagslífs og hlutverki stjórnvalda við uppbyggingu efnahagsáætlana. Í lok þingsins munu fulltrúar íslensks atvinnulífs taka þátt í pallborðsumræðum um málefni þingsins.

Viðskiptaráð mun gefa út tvær skýrslur í tengslum við Viðskipaþingið. Annars vegar skýrslu þar sem viðhorf viðskiptalífsins til rekstrarumhverfisins verða kynnt og hins vegar skýrslu þar sem fjallað er um stöðuna í ríkisfjármálum og leiðir til úrlausna. Gestir fá eintak af báðum skýrslum á þinginu.

Upplýsingar um dagskrá þingsins og skráningu má nálgast hér.

Tengt efni

Viðburðir

Ísland - spennandi kostur?

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða mun ræða þessar og fleiri spurningar ...
9. okt 2017
Fréttir

Stjórnvöld marki sér skýra stefnu

Það er mikilvægt fyrir stjórnvöld að marka sér skýra stefnu til uppbyggingar ...
17. feb 2010
Fréttir

Dr. Richard Vietor á Viðskiptaþingi 2010

Ný styttist í hið árlega Viðskiptaþing Viðskiptaráðs en það fer fram 17. febrúar ...
3. feb 2010