Agla Eir lögfræðingur Viðskiptaráðs

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur tekið við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur tekið við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands en hún hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2018 sem sérfræðingur á lögfræðisviði auk þess sem hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands frá því haustið 2019.

Agla Eir mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins – ásamt því að halda áfram utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Agla Eir er einkum sérhæfð á sviði alþjóðaviðskipta og gerðardómsréttar.

Agla Eir er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en starfaði einnig fyrir ráðið samhliða námi. Hún hefur unnið til verðlauna í málflutningi og stundað skrif á sviði alþjóðlegs gerðardómsréttar.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir: „Agla Eir hefur starfað hjá okkur sl. tvö ár sem sérfræðingur á lögfræðisviði og aflað sér mikillar þekkingar og reynslu. Okkur er það sönn ánægja að sjá hana taka við sem lögfræðingur ráðsins og halda áfram með þeim drifkrafti sem hún hefur sýnt í sínum störfum.“

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn ...
16. jan 2023

Blessað grasið

Kemur Stóra eftirsjáin á eftir Stóru uppsögninni?
13. maí 2022