Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar

Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir opnum fræðslufundi um fjárfestingar.

Í tilefni af World Investor Week standa HR, Nasdaq, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð fyrir opnum fræðslufundi um fjárfestingar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. október kl. 16 í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík og í beinu streymi á: https://vimeo.com/617332492.

Ungt fólk sem hefur áhuga á að stíga sín fyrstu skref í heimi fjárfestinga er sérstaklega boðið velkomið.

Á fundinum munu eftirtalin halda stutt erindi:

  • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
  • Magnús Harðarson, forstjóri NASDAQ Iceland
  • Rósa Kristinsdóttir, meðstofnandi FORTUNA Invest
  • Már Wolfgang Mixa, lektor við Háskólann í Reykjavík
  • Arnaldur Þór Guðmundsson, formaður Ungra fjárfesta

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Ungt fólk fjölmennti á fræðslufund um fjárfestingar

Í gær fór fram fræðslufundur um fjárfestingar í Háskólanum í Reykjavík. Að ...
8. okt 2021