Næstum allt sem þú vilt vita um fjárfestingar

Viðskiptaráð, HR, Nasdaq og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir opnum fræðslufundi um fjárfestingar.

Í tilefni af World Investor Week standa HR, Nasdaq, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð fyrir opnum fræðslufundi um fjárfestingar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 7. október kl. 16 í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík og í beinu streymi á: https://vimeo.com/617332492.

Ungt fólk sem hefur áhuga á að stíga sín fyrstu skref í heimi fjárfestinga er sérstaklega boðið velkomið.

Á fundinum munu eftirtalin halda stutt erindi:

  • Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
  • Magnús Harðarson, forstjóri NASDAQ Iceland
  • Rósa Kristinsdóttir, meðstofnandi FORTUNA Invest
  • Már Wolfgang Mixa, lektor við Háskólann í Reykjavík
  • Arnaldur Þór Guðmundsson, formaður Ungra fjárfesta

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Tengt efni

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Ungt fólk fjölmennti á fræðslufund um fjárfestingar

Í gær fór fram fræðslufundur um fjárfestingar í Háskólanum í Reykjavík. Að ...
8. okt 2021

Vilt þú móta íslenskt viðskiptaumhverfi?

Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að ...
3. sep 2016