Árétting frá Viðskiptaráði Íslands - Fremstir í víglínu undanskildir

Í umsögninni kemur skýrt fram að þeir sem í fremstu víglínu standa í baráttunni gegn COVID-19 eigi að sjálfsögðu að vera undanskildir.

Viðskiptaráð Íslands áréttar umsagnarskrif sín vegna fjáraukalaga fyrr í vikunni. Þar kemur fram að með yfirvofandi efnahagskreppu vegna COVID-19 muni flestar atvinnugreinar verða fyrir höggi og jafnvel algjöru tekjuhruni sem leitt getur til uppsagna og kjararýrnunar. Staða efnahagsmála hér og í heiminum öllum er líklega mun alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Fjöldi atvinnulausra skaust upp um rúmar þrjár milljónir á einni viku í Bandaríkjunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn boðar alheimskreppu – verri en þá síðustu. Vísitölur og mælikvarðar sýna þróun sem á sér enga hliðstæðu í sögu efnahagsmála. Þegar þetta er skrifað hafa 14.000 manns á almennum vinnumarkaði á Íslandi sótt um lækkað starfshlutfall á aðeins tveimur dögum, tekið þannig á sig kjararýrnun, þrátt fyrir atvinnuleysisbætur sem vissulega hjálpa til. Við blasir að fjölga mun í þessum hópi,  ásamt því að fjöldi fólks á almennum vinnumarkaði missir alfarið vinnuna. Höggið verður vonandi tímabundið og líður hjá sem fyrst en engu að síður er eðlilegt að allir taki þátt í því að einhverju marki. Viðskiptaráð saknar þess þannig að sjá ekki hagræðingar hjá hinu opinbera þar sem því verður við komið.

Í umsögn Viðskiptaráðs þar sem nefnd er sú hugmynd að opinberir starfsmenn taki á sig sams konar skerðingar á starfshlutfalli og nú er að gerast á almennum markaði,  kemur skýrt fram að þeir sem í fremstu víglínu standa í baráttunni gegn COVID-19 eigi að sjálfsögðu að vera undanskildir í slíkum hagræðingaraðgerðum.

Tengt efni

Umsagnir

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020
Fréttir

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020
Fréttir

Aðgerðir í þágu atvinnulífsins

Framundan er tímabil efnahagslegrar endurreisnar í kjölfar hruns íslenska ...
19. nóv 2008