Auglýst eftir umsóknum um rannsóknastyrki

Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs.

Nánari upplýsingar má nálgast hér

Styrkjunum er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi eða atvinnulífi. Styrkirnir eru bundnir við verkefni sem styðja við eftirfarandi markmið:

  • Auka skilvirkni og gæði íslensks menntakerfis
  • Eflingu þekkingar á forsendum aukinnar verðmætasköpunar íslensks atvinnulífs

Valnefnd Rannsóknasjóðs skipa Eggert Benedikt Guðmundsson, Gísli Hjálmtýsson og Ragnhildur Geirsdóttir.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst.

Tengt efni:

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Viðskiptaþing: Elín, Kristrún, Ólafur og Sveinbjörn hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á árlegu Viðskiptaþingi, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru ...
12. feb 2015