Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík - viðurkenningar Viðskiptaráðs

Laugardaginn 14. júní voru 507 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 327 nemandi lauk grunnnámi, 179 meistaranámi og einn doktorsnámi, en á skólaárinu stunduðu um 3200 nemendur nám við HR.

Í tilefni brautskráningarinnar hélt Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði m.a. um árangur HR á þeim skamma tíma sem skólinn hefur verið starfræktur og vaxandi framlag skólans til rannsókna og nýsköpunar. HR útskrifar nú tvo af hverjum þremur sem útskrifast með tæknimenntun á háskólastigi, helming viðskiptamenntaðra og þriðjung þeirra sem ljúka prófi í lögum. Í ræðu sinni minntist Frosti sérstaklega á það gæfuspor sem fólst í því að sameina starfsemina undir einu þaki í einstöku húsnæði skólans í Vatnsmýrinni.

Frosti veitti viðurkenningar fyrir hönd Viðskiptaráðs Íslands, en hefð er fyrir því að ráðið veiti þeim nemanda sem hæstu einkunn fær frá hverri deild HR viðurkenningu við útskrift. Auk þess hefur ráðið veitt viðurkenningu til útskriftarnemenda úr MBA námi skólans, en þar er verðlaunahafinn valinn af samnemendum fyrir framúrskarandi frammistöðu í gegnum námið.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

Lagadeild - Árni Þórólfur Árnason

Tækni- og verkfræðideild - Helgi Ingimundarson

Tölvunarfræðideild - Jóhann Brynjar Magnússon

Viðskiptadeild - Brynhildur L. Brynjarsdóttir

MBA nám - Guðrún Birna Finnsdóttir

Hátíðarræðu Frosta Ólafssonar má nálgast hér.

Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans í Reykjavík

Tengt efni

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við ...
7. jún 2022

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Skaðleg skattastefna - Sameiginleg yfirlýsing aðila í atvinnurekstri

Samtök aðila í atvinnurekstri vara við þeirri skattastefnu stjórnvalda að leggja ...
29. sep 2009