Stöðnun á grunnskólastigi - hátíðarræða við brautskráningu frá HR

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann um glæsilegan árangur HR frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, og setti hann í samhengi við dræman árangur grunnskólakerfisins.

Laugardaginn 22. júní útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík í Eldborg í Hörpu. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hátíðarræðu. Þar fjallaði hann m.a. um hve miklu HR hefur áorkað frá stofnun, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu.

Í ræðu sinni nefndi Björn að nú ríkti stöðnun á grunnskólastigi. Ísland reki eitt dýrasta grunnskólakerfi heims, en námsárangurinn sé einn sá lakasti í Evrópu. Endurhugsa þurfi grunnskólakerfið með námsárangur og aukna fjölbreytni að leiðarljósi. HR geti þar virkað sem fyrirmynd, enda hafi tilkoma hans lyft háskólastiginu á Íslandi í heild sinni upp á hærra stig en áður.

Björn veitti jafnframt viðurkenningar fyrir hönd Viðskiptaráðs, en hefð er fyrir því að ráðið veiti þeim nemanda sem hæstu einkunn fær frá hverri deild HR viðurkenningu við útskrift. Viðurkenningin að þessu sinni var ritið Lifað með öldinni eftir Jóhannes Nordal. 

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

  • Úr íþróttafræðideild - Hafþór Aron Ragnarsson
  • Úr lagadeild - Ingibjörg Björnsdóttir
  • Úr sálfræðideild - Hildur María Arnalds
  • Úr tölvunarfræðideild - Samúel Arnar Hafsteinsson
  • Úr verkfræðideild - Baldvin Bjarki Gunnarsson
  • Úr viðskipta- og hagfræðideild - Rakel Reynisdóttir

Hátíðarræðu Björns Brynjúlfs má nálgast hér.

Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans í Reykjavík.

Björn ásamt Ragnhildi Helgadóttur, rektor HR, og verðlaunahöfum (ljósmyndir: HR / Mummi Lú):

Tengt efni

Brotið gegn jafnræði í grunnskólum

Misræmi er á milli skólaeinkunna úr íslenskum grunnskólum, en nemendur með sömu ...
19. júl 2024

Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Gengið hefur verið frá ráðningu Björns Brynjúlfs Björnssonar í starf ...
6. mar 2024

Annarra manna fé

„Það er engu líkara en að Reykjavíkurborg sé að vinna með kómóreyska franka en ...
3. okt 2023