Nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson skipa nýtt hagfræðiteymi Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson hafa verið ráðin hagfræðingar hjá Viðskiptaráði. Saman munu þau skipa hagfræðiteymi ráðsins sem meðal annars hefur umsjón með málefnastarfi VÍ, sinnir greiningum, skrifum og útgáfu. 

Elísa Arna er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá VÍ en áður var hún hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands. Þá sinnti hún sumarstörfum fyrir SL lífeyrissjóð og Arion banka auk dæmatíma- og aðstoðarkennslu við Háskóla Íslands. 

Gunnar er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Undanfarið ár hefur hann unnið hjá RR ráðgjöf auk þess að sinna stundakennslu við HÍ. Þá hefur Gunnar einnig unnið hjá Samkeppniseftirlitinu.  

Tengt efni

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.
24. nóv 2021

Elísa Arna og Sigrún Agnes til Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði ...
3. sep 2021

Litið yfir sérkennilegt ár

„Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í ...
8. jan 2021