Elísa Arna og Sigrún Agnes til Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Þá sinnir Sigrún Agnes Einarsdóttir tímabundnum verkefnum hjá Viðskiptaráði.

Elísa Arna Hilmarsdóttir

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf Elísu Örnu snýr fyrst og fremst að málefnastarfi og útgáfu, svo sem hagfræðilegum greiningum og skrifum, auk þess að taka þátt í öðrum daglegum störfum ráðsins.

Elísa Arna útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hún hefur að undanförnu starfað sem hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands en sinnti áður sumarstörfum fyrir SL lífeyrissjóð og Arion banka auk dæmatíma- og aðstoðarkennslu við Háskóla Íslands.

Sigrún Agnes Einarsdóttir

Þá sinnir Sigrún Agnes Einarsdóttir tímabundnum verkefnum hjá Viðskiptaráði, meðal annars við gerð hagfræðilegra greininga og skrif.

Sigrún Agnes, sem er með B.Sc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður hjá Valitor, hefur starfað fyrir ráðið frá því í sumarbyrjun og mun gera áfram næstu vikurnar.

Tengt efni

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Að kippa vísitölu úr (húsnæðis)lið

Þegar allt kemur til alls er varhugavert að breyta undirliggjandi þáttum ...
10. mar 2022

Nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson skipa nýtt hagfræðiteymi Viðskiptaráðs
17. des 2021