Enn er stefnt að íþyngjandi innleiðingu

Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja skilaði inn umsögn til Alþingis vegna endurflutts frumvarps til laga um breytingar á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga.

Viðskiptaráð ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja skilaði inn umsögn til Alþingis vegna endurflutts frumvarps til laga um breytingar á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga.

Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að ekki sé verið að nýta undanþáguheimildir tilskipunarinnar til fulls var ekki að sjá af samráðskafla frumvarpsins að þær hafi verið skoðaðar eða afstaða tekin til þeirra.  Ítrekuð dæmi um að íslensk stjórnvöld nýti ekki undanþágur í tilskipunum og reglugerðum atvinnulífinu til hagsbóta eiga þátt í því hve íslenskt regluverk er óskilvirkt í alþjóðlegum samanburði.

Samtökin hvöttu til þess að undanþágan yrði tekin upp í heild sinni og töldu jafnframt að skýra þurfi hvernig endurskoðunarráð eigi að haga eftirliti með endurskoðunarnefndum m.a. út frá skörun við eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð leggur mikla áherslu á að stjórnvöld gæti að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og nýti undanþágur til fulls líkt og gert er í nágrannalöndum okkar.

Engin rök hafi verið færð fyrir því að nauðsynlegt sé að regluverkið sé innleitt með meira íþyngjandi hætti hér á landi.

Tengt efni

Nágrannalöndin nýta oftar en ekki undanþágur sem Ísland nýtir ekki

Umsögn SA og Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun ...
29. mar 2023