Föstudagskaffið: Hvað er í alvörunni að gerast á fasteignamarkaðnum?

Næsta Föstudagskaffi Viðskiptaráðs verður föstudaginn 12. nóvember klukkan 9. Þar munu Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, og Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍ, rýna í stöðuna á fasteignamarkaðnum.

Þau munu meðal annars ræða nýja greiningu Viðskipstaráðs á fasteignamarkaðnum sem birt verður síðar í vikunni. Þá gefst áhorfendum kostur á að spyrja spurninga meðan á fundinum stendur.

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs eru stuttir morgunfundir sem fara fram í streymi annan hvern föstudag. Fundirnir eru opnir öllum aðildarfélögum Viðskiptaráðs, þ.e. bæði starfs- og forsvarsfólki. Skráning er nauðsynleg til að fá sendan streymishlekk.

Tengt efni

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs

Hálfsmánaðarlegur morgunfundur fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs.
26. nóv 2021

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.
24. nóv 2021

Byggja eigi meira en 3.000 íbúðir á ári

Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, og ...
12. nóv 2021