Guðmundur Helgi ráðinn til Viðskiptaráðs

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.

Guðmundur Helgi starfaði áður hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskóla Íslands og stundakennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Guðmundur lauk meistaraprófi í fjármálum og hagfræði frá University of Warwick í janúar 2014. Þar áður lauk hann grunnnámi í hagfræði við Háskóla Íslands.

Tengt efni

Elísa Arna og Sigrún Agnes til Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði ...
3. sep 2021

Meira fyrir minna  - öllum til hagsbóta

Þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir miklum áhrifum af COVID-19 á allt ...
22. okt 2020

Nýir starfsmenn til Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn.
3. jún 2020