Guðmundur Helgi ráðinn til Viðskiptaráðs

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.

Guðmundur Helgi starfaði áður hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskóla Íslands og stundakennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Guðmundur lauk meistaraprófi í fjármálum og hagfræði frá University of Warwick í janúar 2014. Þar áður lauk hann grunnnámi í hagfræði við Háskóla Íslands.

Tengt efni

Nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson skipa nýtt hagfræðiteymi Viðskiptaráðs
17. des 2021

Hvernig eru mínar tekjur?

Ný greining og reiknivél Viðskiptaráðs um tekjudreifingu á Íslandi.
21. jan 2022

Viðskiptaráð leitar að hagfræðingi

Starf hagfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar.
18. nóv 2021