Guðmundur Helgi ráðinn til Viðskiptaráðs

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.

Guðmundur Helgi starfaði áður hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskóla Íslands og stundakennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Guðmundur lauk meistaraprófi í fjármálum og hagfræði frá University of Warwick í janúar 2014. Þar áður lauk hann grunnnámi í hagfræði við Háskóla Íslands.

Tengt efni

Meira fyrir minna  - öllum til hagsbóta

Þrátt fyrir að við stöndum frammi fyrir miklum áhrifum af COVID-19 á allt ...
22. okt 2020

Ávinningur af einföldun regluverks

Staða Íslands er að mörgu leyti slæm þegar horft er til umfangs regluverks og ...
3. des 2020

Nýir starfsmenn til Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn.
3. jún 2020