Guðmundur Helgi ráðinn til Viðskiptaráðs

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Íslands. Verkefni Guðmundar munu fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, s.s. greiningarvinnu og skrifum.

Guðmundur Helgi starfaði áður hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt dæmatímakennslu við Háskóla Íslands og stundakennslu við Menntaskólann í Reykjavík. Guðmundur lauk meistaraprófi í fjármálum og hagfræði frá University of Warwick í janúar 2014. Þar áður lauk hann grunnnámi í hagfræði við Háskóla Íslands.

Tengt efni

Fréttir

Nýir starfsmenn til Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn.
3. jún 2020
Fréttir

Sigurður ráðinn til Viðskiptaráðs

Sigurður Tómasson hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði ...
8. mar 2016
Fréttir

Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Leif Hreggviðsson sem sérfræðing á ...
10. jan 2017