Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn.

Gunnlaugur Bragi Björnsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands og mun hann annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn. Á árunum 2013-2018 vann Gunnlaugur hjá Arion banka og sinnti þar ýmsum sérfræðistörfum, m.a. við þjónustustjórnun, stafræna þróun og á samskiptasviði. Þá hefur Gunnlaugur verið virkur í félagsstörfum en hann sat m.a. í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík um sjö ára skeið, fyrst sem gjaldkeri en síðar sem formaður.

Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði meistaranám í stjórnunar- og leiðtogafræðum við Hróarskelduháskóla. 

Tengt efni

Þriggja daga helgi

Hlutfall vinnu og frítíma er ekkert náttúrulögmál, en stytting vinnutíma þarf að ...
6. sep 2022

Future of the Seafood Industry in Germany and Iceland

How do Germany and Iceland meet the challenges for the seafood industry and what ...
12. feb 2008