​Meira vitnað í rannsóknir HR en nokkurs annars háskóla í heiminum

Viðskiptaráð Íslands er stoltur stofnaðili og bakhjarl Háskólans í Reykjavík og fagnar þeim mikla árangri sem skólinn hefur náð á þeim 15 árum sem hann hefur starfað, eftir sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík undir nafni Háskólans í Reykjavík árið 2005. Tilkoma skólans hefur opnað á ótal spennandi tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og hefur óneitanlega sinnt því kalli atvinnulífsins að mæta þyrfti breyttum tímum og styrkja þannig innviði og samkeppnishæfni íslensks hagkerfis.

Í gær bættist við enn ein rósin í hnappagat Háskólans í Reykjavík en á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, kemur fram að á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna, skorar Háskólinn í Reykjavík hæst, ásamt sex öðrum háskólum. Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum. HR er meðal bestu 350 háskóla í heiminum á listanum og efstur íslenskra háskóla. Í sumar var greint frá því að á lista THE yfir bestu ungu háskóla í heimi, 50 ára og yngri, væri HR í 52. sæti og á lista yfir smærri háskóla, með færri en 5000 nemendur, væri HR í 14. sæti í heiminum.

Viðskiptaráð Íslands óskar Háskólanum í Reykjavík til hamingju með þessa vegtyllu og árangur liðinna ára. Það er ljóst að framtíð skólans er björt og áframhaldandi uppbygging hans mun skila miklum verðmætum til íslensks atvinnulífs og samfélags.

Tengt efni

Háskólinn í Reykjavík efstur íslenskra skóla á lista Times Higher Education

Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum viðmiðum ...
3. sep 2021

Árangur í sóttvörnum gefur tilefni til tilslakana

Íslendingar eru meira á ferðinni en erlendir samanburðarhópar, samkvæmt gögnum ...
8. jan 2021

Háskólinn í Reykjavík einn af þeim bestu

Háskólinn í Reykjavík hefur komist á lista meðal 350 bestu háskóla í heiminum og ...
3. sep 2020