Háskólinn í Reykjavík einn af þeim bestu

Háskólinn í Reykjavík hefur komist á lista meðal 350 bestu háskóla í heiminum og efstur á lista yfir áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu.

Háskólinn í Reykjavík hefur komist á lista meðal 350 bestu háskóla í heiminum og efstur á lista yfir áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu. Á nýútkomnum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í gær, er Háskólinn í Reykjavík í sæti 301-350 og efstur íslenskra háskóla. 

„Í alþjóðlegu há­skóla­sam­fé­lagi er mikið horft til lista Times Higher Educati­on yfir bestu há­skóla í heimi. Þó slík­ir list­ar séu ekki end­an­leg­ur dóm­ur um gæði há­skóla­starfs, get­um við ekki annað en verið stolt og ánægð með þessa stöðu HR,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor HR. 

Listi THE byggir m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og samstarfi við atvinnulífið. Áhrif rannsókna eru metin út frá upplýsingum frá Elsevier um rúmlega 86 milljónir tilvitnanir í 13,6 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin.

"Viðskiptaráð er einstaklega stolt af því að vera stofnandi og bakhjarl HR þegar árangur skólans birtist með svo skýrum hætti. Öflugar rannsóknir er forsenda fyrir því að leysa stærstu árskoranir samtímans og það veitir okkur von um að við stöndum vel á þeim vettvangi en að við getum jafnframt gert enn betur" segir Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Háskólinn í Reykjavík efstur íslenskra skóla á lista Times Higher Education

Háskólinn í Reykjavík er í efsta sæti í mati á hlutfallslegum viðmiðum ...
3. sep 2021

Unnið að stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs

Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, Norðurslóðanets Íslands og ...
26. apr 2013

Er Ísland "Norræni Tígurinn"?

Dr Madsen Pirie forseti Adam Smith Institute var hér á landi nýverið og hitti ...
8. sep 2005