Útsending frá morgunfundi um milliríkjaviðskipti

Í dag standa Alþjóðaviðskiptaráðin fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Fundurinn er haldinn undir merkjum árlegs Alþjóðadags viðskiptalífsins sem Alþjóðaviðskiptaráðin standa fyrir í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Utanríkisráðuneytið. Að þessu sinni verður fjallað um nýja greiningu á milliríkjaviðskiptum Íslands en fundurinn fer fram í opnu streymi sökum gildandi samkomutakmarkana.

Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur
  • Erindi hagfræðings Viðskiptaráðs, Konráðs S. Guðjónssonar
  • Ávarp formanns alþjóðaviðskiptaráðanna, Baldvins Björns Haraldssonar

Smellið hér ef spilarinn virkar ekki.

Tengt efni

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021

Ísland upp um fjögur sæti í samkeppnishæfni

Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir ...
29. maí 2019

Hver er staðan á ESB viðræðunum?

Hvað þýðir hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu? Framsal auðlinda eða ...
18. nóv 2011