Útsending frá morgunfundi um milliríkjaviðskipti

Í dag standa Alþjóðaviðskiptaráðin fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Fundurinn er haldinn undir merkjum árlegs Alþjóðadags viðskiptalífsins sem Alþjóðaviðskiptaráðin standa fyrir í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Utanríkisráðuneytið. Að þessu sinni verður fjallað um nýja greiningu á milliríkjaviðskiptum Íslands en fundurinn fer fram í opnu streymi sökum gildandi samkomutakmarkana.

Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur
  • Erindi hagfræðings Viðskiptaráðs, Konráðs S. Guðjónssonar
  • Ávarp formanns alþjóðaviðskiptaráðanna, Baldvins Björns Haraldssonar

Smellið hér ef spilarinn virkar ekki.

Tengt efni

Tilnefningarnefndir á Norðurlöndunum

Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum
3. apr 2023

Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands ...
8. des 2022

Streymi frá morgunfundi um samkeppnishæfni

Kynning á nýjum niðurstöðum árlegrar greiningar IMD á samkeppnishæfni í opnu streymi
15. jún 2022