Í hvað fara launin mín?

Til að greiða hálfa milljón í grunnlaun þarf að leggja út sem nemur 740 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram á nýrri infógrafík Viðskiptaráðs.

Nálgast má grafíkina á slóðinni vi.is/launin-min

Fyrir starfsmenn skipta útborguð mánaðarlaun mestu máli. Vinnuveitendur horfa hins vegar á heildarkostnað vegna launa og launatengdra gjalda. Á milli þessara tveggja stærða er breitt bil. Auk beinna launa greiða vinnuveitendur tryggingagjald og mótframlag til lífeyris. Því til viðbótar njóta starfsmenn orlofsréttinda og annarra fríðinda sem ekki koma fram á launaseðli. Til að geta greitt starfsmanni 500 þúsund krónur í grunnlaun þarf því að leggja út sem nemur 740 þúsund krónum á mánuði. Eftir lögboðnar skatt- og lífeyrisgreiðslur nema grunnlaunin um 340 þúsund krónum.

Bilið á milli kostnaðar vinnuveitanda og grunnlauna starfsmanns eftir skatt nemur því 400 þúsund krónum. Undir slíkum kringumstæðum er hætt við að upplifun þessara tveggja aðila á launakjörum sé ólík.

Viðskiptaráð hvetur til að dregið verði úr þessum mismun með lækkun launatengdra skatta (tryggingagjalds, tekjuskatts og útsvars) samhliða afnámi samningsbundinna eingreiðslna.

Tengt efni

Fimm staðreyndir inn í kjaraviðræður

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, skrifar um fimm staðreyndir ...
24. jan 2024

Engan ærsladraug í Karphúsið

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, fer yfir stöðu mála í kjaraviðræðum aðila ...
29. jan 2024

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023