Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic Arbitration Centre og Viðskiptaráð Íslands héldu á dögunum morgunverðarfund þar sem franski prófessorinn Gilles, Cuniberti, hélt fyrirlestur um þau atriði sem efst eru á baugi í löggjöf um gerðardóma í Evrópu.

Cuniberti fjallaði um nokkur atriði sem eru efst á baugi á sviði löggjafar um gerðardóma, s.s. hvað sé unnið með setningu nýrra laga um gerðardóma og varpaði fram þeirri spurningu hvort markmiðið með setningu nýrra laga væri að bæta lagaumhverfi fyrir ágreining milli íslenskra aðila eða að gera Ísland að áhugaverðu umdæmi fyrir alþjóðlegan gerðardómságreining. Cuniberti fjallaði um þær leiðir sem farnar hafa verið til að draga alþjóðlegan gerðardómságreining að ákveðnum lögsagnarumdæmum. Cuniberti notaði franska löggjöf til samanburðar og gerði þannig tilraun til að útskýra hvers vegna París sé nú um stundir einn fremsti vettvangur heimsins í alþjóðlegum gerðardómságreiningi.

Helstu skilaboð Cunibertis til Íslendinga voru þau að hér á landi grundvöllur rekstri alþjóðlegs gerðardómstóls sem gæti skapað Íslandi tekjur ef það tækist að laða að erlenda deilendur í viðskiptum og það hefði svo áhrif á starfsemi íslenskra lögmannsstofa og hefði einnig víðtækari áhrif út í hagkerfið. Cuniberti taldi það lykilatriði að Ísland skapi sér sérstöðu sem það getur markaðssett á alþjóðlegum vettvangi og í umræðum á fundinum komu fram hugmyndir um að leggja áherslu á mál sem tengjast norðurheimskautinu og orkugeiranum.

Áhrif þess að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu voru einnig rædd og Cuniberti benti á möguleika að bjóða þjóðum á borð við Rússa að koma hingað til að leysa deilumál. Hvað varðaði breytingar á íslenskri löggjöf um gerðardóma þá taldi Cuniberti mikilvægt að skilgreina vel hverjir helstu markhóparnir væru og hvaða málaflokka skuli leggja áherslu á og taka svo í kjölfarið skref í átt að breytingum sem gera Íslandi kleift að bjóða upp á þjónustu alþjóðlega samkeppnishæfra gerðardóma.

Tengt efni

Flugeldasýningar endast stutt

Stundum er sagt að kjósendur fái þá stjórn sem þeir eiga skilið. Á móti má segja ...
24. sep 2021

Verðmætasköpun er forsenda velferðar

Áherslur Viðskiptaráðs Íslands fyrir alþingiskosningar 2021
15. sep 2021