Kolibri hlaut verðlaunin Bylting í stjórnun!

Á ráðstefnu gærdagsins, Bylting í stjórnun! voru verðlaun fyrir Byltingu í stjórnun! veitt í fyrsta sinn en það fyrirtæki sem þótti mest hafa skarað fram úr var hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri.

Kolibri er tíu ára fyrirtæki sem hefur tekið byltingarkenndar stefnur í stjórnun á borð við gagnsæi í launamálum alls starfsfólks ásamt megináherslu á gleði starfsfólks og frelsi þeirra til sjálfstæðis í vinnunni. Þessar aðferðir hafa gert Kolibri að framúrskarandi og eftirsóttu fyrirtæki sem hefur sannað það í verki, með jákvæðri rekstrarniðurstöðu sinni og sterkri samkeppnishæfni, að þróun starfsfólksins hefur bein áhrif á þróun viðskiptavinarins.

Manino og Viðskiptaráð Íslands stóðu að tilnefningunni og óska Kolibri innilega til hamingju með árangurinn og verðlaunin.

Myn f.v: Pétur Arason, framkvæmdastjóri og eigandi Manino, Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri og eigandi Kolibri, Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Tengt efni

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022

Viltu tilnefna sjálfbærniskýrslu ársins?

Viðskiptaráð, Festa og Stjórnvísi verðlauna sjálfbærniskýrslu ársins.
24. mar 2022