Metsala á Viðskiptaþing

Viðskiptaþing var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Vinsældir þingsins hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin en uppselt hefur verið á þingið síðustu ár. Þrátt fyrir aukið sætaframboð í ár, þar sem þingið verður haldið í Silfurbergi, Hörpu, stefnir allt í að það seljist upp.

Viðskiptaþing var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Vinsældir þingsins hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin en uppselt hefur verið á þingið síðustu ár og stefnir nú í sölumet. Takmarkað sætapláss er í boði og því hvetur ráðið áhugasama til að tryggja sér miða í tæka tíð, en miðasala fer fram hér á tix.is.

13. febrúar
13:00 - 16:00
Silfurbergi, Hörpu

Viðskiptaþing 2020 ber yfirskriftina Á grænu ljósi - Fjárfestingar og framfarir án fótspors. Þingið mun fjalla um það hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni.

Dagskrá þingsins er kunngjörð í heild sinni á næstu dögum.

Kaupa miða

Tengt efni

Miðasala hafin á Skattadaginn 2023

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram miðvikudaginn 11. janúar ...
4. jan 2023

Nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi kauprétta

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (mál nr. 432)
6. des 2022