Ný-sköpun-Ný-tengsl í 10 ár

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ÍslandsViðskiptaráð hélt Ný-sköpun-Ný-tengsl viðburðinn í tíunda sinn þann 18. maí s.l. í samstarfi við Icelandic Startups. Ráðið leggur mikla áherslu á að efla íslenskt nýsköpunarumhverfi og heldur uppi virku samstarfi við þá aðila sem að því koma. Viðburðurinn Ný-sköpun-Ný-tengsl er liður í þessum áherslum.

Viðskiptaráð er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi og megintilgangur ráðsins er og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna viðskiptalífsins. Til þess að öðlast betri skilning á áskorunum við stofnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja er mikilvægt að hluti félaga í Viðskiptaráði geti miðlað slíkri reynslu til starfsfólks ráðsins. Með þessu móti gefst ráðinu betra tækifæri til að beita sér fyrir nauðsynlegum umbótum til að efla starfsemi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja.

Aðild að Viðskiptaráði gefur fyrirtækjum kost á að hafa áhrif á stefnumótun ráðsins og koma hagsmunamálum á framfæri á öflugum vettvangi. Með aðild fá fyrirtæki einnig tækifæri til að fylgjast náið með og taka þátt í útgáfu, fundum og viðburðum ráðsins.

Við þökkum Icelandic Startups fyrir ánægjulegt samstarf, að venju og Nýherja þökkum við fyrir gestrisnina og glæsilegar veitingar.

Myndir frá viðburðinum má sjá á Facebook síðu ráðsins hér.

Upplýsingar um sprota og mentora kvöldsins.

Tengt efni

Ógnar nýsköpun þjóðaröryggi?

Hagsmunir af því að fæla ekki enn frekar burt erlenda fjárfestingu eru ...
21. nóv 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Viðskiptaráð fagnar stuðningi við nýsköpunar- og þróunarstarf

Umsögn Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki ...
2. jún 2022