Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2020

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram 19. nóvember nk.

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram 19. nóvember nk. Undanfarið hefur Seðlabankinn stundað umfangsmikil inngrip á gjaldeyrismarkaði á sama tíma og mikil umræða hefur verið um inngrip á skuldabréfamarkaði. Það kallar á spurninguna um hvort og hvenær Seðlabankinn eigi að grípa grípa inn í markaði með beinum hætti.

Á fundinum mun Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, flytja ávarp og fjalla um viðfangsefni peningastefnunnar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Aðgangur að fundinum er ókeypis fyrir félaga Viðskiptaráðs en aðrir geta keypt miða. Hvetjum við áhugasama til að taka dagsetningu frá.

Hvenær: 19.nóvember - 8:30 - 10:00
Hvar: Fjarfundur í streymi.