Ríkið á að bæta upp tekjutap þeirra sem fara í sóttkví

Í ljósi almannahagsmuna, svigrúms ríkissjóðs og þess hve illa sóttkví getur lent á einstaka fyrirtækjum er rétt að ríkið stígi inn í og bæti upp tekjutap fullfrískra starfsmanna sem þurfa að vera í sóttkví.

Það er mikilvægt að allir lúti leiðbeiningum Landlæknis og annarra stjórnvalda til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar, t.d. með því að hlýða lögbundnum fyrirskipunum um að fara í sóttkví í varúðarskyni og mæta ekki til vinnu.

Vandinn er að gríðarlega misjafnt er eftir fyrirtækjum hvort og hversu margir þurfa að vera í sóttkví, svo það kemur misilla við þau. Þar að auki, eins og Samtök atvinnulífsins hafa bent á, er atvinnurekendum ekki skylt að greiða laun fyrir fríska einstaklinga sem eru í sóttkví. Þannig getur óæskilegur hvati skapast fyrir fólk, sem ekki getur unnið heiman frá, að mæta til vinnu til að forðast tekjutap, þvert á fyrirskipanir stjórnvalda.

Í ljósi almannahagsmuna, svigrúms ríkissjóðs og þess hve illa sóttkví getur lent á einstaka fyrirtækjum er rétt að ríkið stígi inn í og bæti upp tekjutap fullfrískra starfsmanna sem þurfa að vera í sóttkví. Það er ótækt að öll sú byrði lendi á örfáum fyrirtækjum á sama tíma og lýst hefur verið yfir að bæta eigi upp tekjutap allra ríkisstarfsmanna. Slík aðgerð mun litlu breyta fyrir afkomu ríkissjóðs ef vel tekst að halda veirunni í skefjum – en aðgerðin væri einmitt mikilvægur þáttur í því.

#covid19vaktin

Tengt efni

Flugeldasýningar endast stutt

Stundum er sagt að kjósendur fái þá stjórn sem þeir eiga skilið. Á móti má segja ...
24. sep 2021

Bless 2020

Það má sem sagt segja ýmislegt um þetta ár. Kannski var það öðru fremur ár ...
7. jan 2021

Heimilin þungamiðja COVID-úrræða

Úrræði stjórnvalda hafa í meira mæli runnið til heimila en fyrirtækja þrátt ...
11. mar 2021