Rúmlega 600 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Stærsta brautskráning frá stofnun Háskólans í Reykjavík fór fram laugardaginn 18. júní þegar 641 nemandi brautskráðist við hátíðlega athöfn í Hörpu. 443 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 196 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

Flestir luku námi frá frá viðskiptadeild háskólans, eða 225 nemendur, þar af 107 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Úr tækni- og verkfræðideild háskólans útskrifuðust 211 nemendur, þar af 54 með meistaragráðu. Lagadeild útskrifaði 68 nemendur, þar af 33 með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 137 nemendur, þar af 2 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, veitti verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Þau hlutu að þessu sinni:

  • Ari Páll Ísberg, BSc í heilbrigðisverkfræði
  • Ólafur Valur Guðjónsson, BA í lögfræði
  • Tómas Arnar Guðmundsson, BSc í hugbúnaðarverkfræði
  • Vaka Valsdóttir, BSc í sálfræði

Í ræðu sinni hvatti Katrín Olga nemendur til að skoða tækifæri sem er að finna í alþjóðageiranum, geira sem byggir ekki á auðlindum heldur hugverki. Þar ættu litlar þjóðir eins og Íslands jafngóða möguleika og aðrar þjóðir.

Hátíðarræðu Katrínar Olgu má nálgast hér

Tengt efni

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021

Landsvirkjun og BYKO með samfélagsskýrslur ársins

Viðurkenning fyrir samfélagsskýrslu ársins var veitt við hátíðlega athöfn í Húsi ...
9. jún 2021

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
21. jún 2021